21.5.2010 | 10:12
Feykir í Skagafirði
Héraðsfréttablaðið Feykir og ekki síður vefsíða blaðsins eru mjög mikilvægir hlekkir fyrir Skagafjörð og Norðurland vestra. Miðlarnir efla samkennd og tengja saman íbúa Norðurlands vestra. Staðbundnir fjölmiðlar í dreifbýlinu gegna æ mikilvægara hlutverki þar sem stærri landsfjölmiðlar eru allir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og sjónarhorn þeirra hefur þrengst á liðnum árum og orðið staðbundnara. Það heyrir til undantekninga ef blaðamenn eru staðsettir utan suðvesturhornsins en af og til er umfjöllun og kálfur um hinar dreifðu byggðir þegar blaðamenn eiga leið um svæðið og skrapaðar eru upp auglýsingar í leiðinni.
Ekki má vanmeta jákvæða fréttamennsku sem sneiðir hjá viðkvæmum málum þar sem hún eflir dug og þor íbúa. Við getum verið ánægð með mjög margt í Skagafirði og mættum að ósekju vera hreyknari og auglýsa betur einstaka kosti svæðisins. Einn þeirra er Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki sem er einstaklega vel í sveit settur til þess að kenna náttúrufræði. Þá kemur upp í huga minn samanburður við minn gamla skóla, Menntaskólann í Reykjavík. Í FNV eru nokkrir metrar í Sauðána, hann er í göngufæri við Áshildarholtsvatn og auðvelt má nálgast fisk og líffæri úr sláturdýrum. Auk þess er hér stutt í sérfræðinga á Náttúrustofunni og Háskólanum á Hólum. Í Reykjavíkinni, eins góð og hún er, eru framangreinda kostir fjær og fjarlægari í alla staði.
Aðsendar greinar eru síðan mjög mikilvægur vettvangur fyrir tjáningarfrelsið og skarpari skoðanaskipti sem ritstjórn Feykis blandar sér hæfilega mikið í. Mér finnst rétt að hrósa ritstjórninni fyrir að gæta þess sérstaklega að jafnræði ríki hjá framboðum til sveitarstjórnar við að koma greinum áleiðis til lesenda blaðsins. Það er óhætt að segja að farið sé vel með fjórða valdið, fjölmiðlavaldið, í aðdraganda kosninga hér í Skagafirði.
Frjálslynd og óháð í Skagafirði hafa sett sér það stefnumið að efla Skagafjörð með nánari samvinnu við góða granna í austri og vestri. Augljóst er að aukin samvinna á ýmsum sviðum, s.s. ferðamennsku, kynningarstarfi og skólamálum, getur aukið ábata og styrkt Norðurland vestra. Hafa ber hugfast að góður staðbundinn fjölmiðill gefur samfélaginu ákveðin sóknarfæri sem rétt er að huga að.
Ekki má vanmeta jákvæða fréttamennsku sem sneiðir hjá viðkvæmum málum þar sem hún eflir dug og þor íbúa. Við getum verið ánægð með mjög margt í Skagafirði og mættum að ósekju vera hreyknari og auglýsa betur einstaka kosti svæðisins. Einn þeirra er Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki sem er einstaklega vel í sveit settur til þess að kenna náttúrufræði. Þá kemur upp í huga minn samanburður við minn gamla skóla, Menntaskólann í Reykjavík. Í FNV eru nokkrir metrar í Sauðána, hann er í göngufæri við Áshildarholtsvatn og auðvelt má nálgast fisk og líffæri úr sláturdýrum. Auk þess er hér stutt í sérfræðinga á Náttúrustofunni og Háskólanum á Hólum. Í Reykjavíkinni, eins góð og hún er, eru framangreinda kostir fjær og fjarlægari í alla staði.
Aðsendar greinar eru síðan mjög mikilvægur vettvangur fyrir tjáningarfrelsið og skarpari skoðanaskipti sem ritstjórn Feykis blandar sér hæfilega mikið í. Mér finnst rétt að hrósa ritstjórninni fyrir að gæta þess sérstaklega að jafnræði ríki hjá framboðum til sveitarstjórnar við að koma greinum áleiðis til lesenda blaðsins. Það er óhætt að segja að farið sé vel með fjórða valdið, fjölmiðlavaldið, í aðdraganda kosninga hér í Skagafirði.
Frjálslynd og óháð í Skagafirði hafa sett sér það stefnumið að efla Skagafjörð með nánari samvinnu við góða granna í austri og vestri. Augljóst er að aukin samvinna á ýmsum sviðum, s.s. ferðamennsku, kynningarstarfi og skólamálum, getur aukið ábata og styrkt Norðurland vestra. Hafa ber hugfast að góður staðbundinn fjölmiðill gefur samfélaginu ákveðin sóknarfæri sem rétt er að huga að.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.