Nýju íþróttahúsi lofað á Hofsósi

Það var mjög skemmtilegur framboðsfundur á Hofsósi í kvöld en þar bar margt á góma m.a fjármál Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem öll framboð voru sammála um að þyrfti að bæta. 

Öll framboð nema Frjálslyndir og óháðir lofuðu hins vegar  nýju Íþróttahúsi á Hofsósi, en ný og glæsileg sundlaug var vígð fyrir nokkrum vikum á Hofsósi. Ákafinn í frambjóðendum Vg og Sjálfstæðisflokks var þvílíkur að engu líkara var þeir væru á leið út fyrir félagsheimilið Höfðaborg til að taka fyrstu skóflustunguna.

Mér sem gömlum Neistamanni þótti leitt að geta ekki með góðri samvisku tekið þátt í að lofa framkvæmdinni. Það eina sem stóð í vegi fyrir því var að sveitasjóður er tómur, rekinn með hundruð milljóna halla og greiðir um 900 þúsund krónur á degi hverjum í vexti af lánum.

Frjálslynd og óháð leggja áherslu á íþrótt- og æskulýðsstarf og eðlilegt viðhald mannvirkja s.s. sundlaugarinnar og skóla áður en lagt er í nýjar framkvæmdir.

Sigurjón Þórðarson í 1. sæti hjá Frjálslyndum og óháðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband