10.6.2010 | 11:19
Samkomulag opið í alla enda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 12:43
Nýju íþróttahúsi lofað á Hofsósi
Ég var mjög skemmtilegum framboðsfundi á Hofsósi í gærkvöldi, en þar bar margt á góma m.a fjármál Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem öll framboð voru sammála um að þyrfti að bæta.
Öll framboð nema Frjálslyndir og óháðir lofuðu hins vegar nýju Íþróttahúsi á Hofsósi, en ný og glæsileg sundlaug var vígð fyrir nokkrum vikum á Hofsósi. Ákafinn í frambjóðendum Vg og Sjálfstæðisflokks var þvílíkur að engu líkara var að þeir væru á leið út fyrir félagsheimilið Höfðaborg til að taka fyrstu skóflustunguna.
Mér sem gömlum Neistamanni þótti leitt að geta ekki með góðri samvisku tekið þátt í að lofa framkvæmdinni. Það eina sem stóð í vegi fyrir því var að sveitasjóður er tómur, rekinn með hundruð milljóna halla og greiðir um 900 þúsund krónur á degi hverjum í vexti af lánum.
Frjálslynd og óháð leggja áherslu á að efla íþrótt- og æskulýðsstarf og eðlilegt viðhald mannvirkja s.s. sundlaugar og skóla áður en lagt er í nýjar framkvæmdir.
Sigurjón Þórðarson í 1. sæti hjá Frjálslyndum og óháðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 09:16
Byggjum á traustum grunni
Fjórflokkurinn leggur á borð fyrir kjósendur langa margendurunna óskalista þar sem stefnt er að margra milljarða byggingum en skilaboð Frjálslyndra eru einföld og skýr. Í fyrsta lagi munu Frjálslynd og óháð tala hátt og snjallt fyrir hagsmunum Skagafjarðar. Á tímum minnkandi ríkisútgjalda mega sveitarstjórnarfulltrúar búast við að harðsóttara verði að verja fjárframlög til mikilvægra stofnana í Skagafirði, s.s. Heilbrigðisstofnunarinnar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Háskólans á Hólum, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnin skynji hlutverk sitt og vinni samhent að því að verja af hörku sameiginlega hagsmuni og störf.
Í öðru lagi munu Frjálslynd og óháð ná jafnvægi í fjárhag sveitarfélagsins áður en ráðist verður í stórframkvæmdir. Við viljum gera það í samvinnu við stjórnendur og íbúa sveitarfélagsins. Aukinn skilningur er á því að vísasta leiðin til að tryggja uppbyggingu og opinber störf sé að bæta rekstur sveitarfélagsins og treysta fjárhagslegan grunn.
Tækifærin í Skagafirði til leiks og starfa eru óþrjótandi. Atvinnulíf er fjölbreytt. Má nefna öflugan landbúnað, sjávarútveg, fiskeldi og ferðaþjónustu, auk margvíslega stofnana og fræðslusetra sem fyrr var getið um. Skagafjörðurinn skartar blómlegum Sauðárkróki, búsældarlegum sveitum frá Fljótum í norðri og fram til dala og fallegu þéttbýli, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð. Mikil áskorun og tækifæri felast í því að samræma og móta stefnu fyrir dreifbýlan og víðfeðman Skagfjörð.
Augljóst er að hægt er að efla ferðaþjónustuna með aukinni samvinnu og bættri aðkomu og upplýsingum þegar komið er inn í Skagfjörðinn.
Frumforsenda þess að sveitarfélagið verði kröftugt leiðandi afl til framfara og samvinnu er að það standi á traustum fjárhagslegum grunni.
Í Skagafirði eru svo sannarlega tækifærin og það er kjósenda að velja fulltrúa Skagfirðinga til varnar og sóknar fyrir hagsmuni sína þann 29. maí næstkomandi.
Ef krossað er við F er valin traust og örugg leið.
Sigurjón Þórðarson
1. sæti Frjálslyndra og óháðra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 01:16
Nýju íþróttahúsi lofað á Hofsósi
Það var mjög skemmtilegur framboðsfundur á Hofsósi í kvöld en þar bar margt á góma m.a fjármál Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem öll framboð voru sammála um að þyrfti að bæta.
Öll framboð nema Frjálslyndir og óháðir lofuðu hins vegar nýju Íþróttahúsi á Hofsósi, en ný og glæsileg sundlaug var vígð fyrir nokkrum vikum á Hofsósi. Ákafinn í frambjóðendum Vg og Sjálfstæðisflokks var þvílíkur að engu líkara var þeir væru á leið út fyrir félagsheimilið Höfðaborg til að taka fyrstu skóflustunguna.
Mér sem gömlum Neistamanni þótti leitt að geta ekki með góðri samvisku tekið þátt í að lofa framkvæmdinni. Það eina sem stóð í vegi fyrir því var að sveitasjóður er tómur, rekinn með hundruð milljóna halla og greiðir um 900 þúsund krónur á degi hverjum í vexti af lánum.
Frjálslynd og óháð leggja áherslu á íþrótt- og æskulýðsstarf og eðlilegt viðhald mannvirkja s.s. sundlaugarinnar og skóla áður en lagt er í nýjar framkvæmdir.
Sigurjón Þórðarson í 1. sæti hjá Frjálslyndum og óháðum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 09:56
Hver er fjárhagsstaða Skagafjarðar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 10:52
Framtíð Skagafjarðar
Mikilvægt finnst okkur að ungt fólk setji sig inní stjórnmálaumræður sveitafélagsins. Skuldir og framtíðarplön sveitarfélagsins eru okkar arfleifð, því er mikilvægt að kynna sér stefnuskrár flokkanna og mynda sér skoðun. Þegar við félagarnir byrjuðum að kynna okkur þessi mál, komumst við að því að skuldir sveitafélagsins eru mjög miklar. Okkur finnst augljóst að stórframkvæmdir sem skila engum pening til baka, mun bara skuldsetja sveitafélagið enn frekar. Þótt það líti vel út, að bæta við menningarhúsi og byggja við grunnskólann, þá kemur það niður á okkur seinna meir, þar sem skuldirnar skrifast bara á langan lista. Ef þessi skuldalisti fer upp úr öllu valdi mun það vera í okkar verkahring, þ.e.a.s. unga fólksins, að greiða þessar skuldir. Þetta var ein af aðal ástæðum þess að við völdum frjálslynda flokkinn, þar sem forgangsatriði er að koma jafnvægi á fjárhaginn. Til að tryggja störf og koma í veg fyrir róttækan niðurskurð er einmitt lykilatriði að ná jafnvægi í fjármálum. Möguleikar sveitafélagsins eru fjölmargir og setjum við í forgang að framkvæma hluti sem skilar störfum og pening.
Að taka þátt í stjórnmálaumræðum og setja sig inní málin er mjög spennandi og gefandi fyrir ungt fólk. Nýliðun er einn af grunnþáttum framþróunar og er gott að byrja sem fyrst ef áhugi er fyrir hendi. Ferskar og nýjar hugmyndir gefa flokknum byr undir báða vængi, og finnst okkur framtíðin vera björt. Við viljum hafa framkvæmdir í gangi í okkar sveitarfélagi en gæta þarf að tímasetningunni. Þegar búið er að tryggja undirstöður fjármála sveitarfélagsins, þá fyrst er hægt að skoða möguleika á stórframkvæmdum. Vilji okkar er að bæta framtíðarhag sem flestra og nýta alla möguleika sem fjörðurinn hefur uppá að bjóða.
Það er spennandi að hugsa um framtíðina og láta sig dreyma hvernig sveitafélag okkar getur orðið í framtíðinni. En það er nákvæmlega það sem fólk þarf að gera, skoða hvaða leiðir eru í boði og einmitt að koma með hugmyndir.
Það má víst alltaf gera betur og við í frjálslynda flokknum munum svo sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja grunn að glæsilegri framtíð Skagafjarðar.
Ingvar Björn Ingimundarson
í 3. sæti Frjálslyndra og óháðra í Skagafirði
Oddur Valsson
í 5. sæti Frjálslyndra og óháðra í Skagafirði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 10:48
Verndum störf og velferð í Skagafirði
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi á síðustu misserum. Góðærið sem tekið var að láni kvaddi skyndilega og við tóku tímar sem gera auknar kröfur til ráðdeildar stjórnenda. Sveitarstjórnin sem nú er að fara frá, skilar sveitarfélaginu í óumdeilanlega í mun verri fjárhagslegri stöðu en þegar hún tók við. Tap á rekstri sveitarfélagsins er gríðarlegt á kjörtímabilinu eða vel á sjöunda hundrað milljóna króna, sem svarar til þess að tapið á rekstrinum hafi verið hátt í fimm hundruð þúsund krónur á hverjum einasta degi, og að sama skapi hefur sveitarstjórnin verið dugleg við að bæta við skuldum eða um það bil einni milljón á dag sem hún hefur ráðið.
Í stað þess að horfast í augu við alvarlega stöðu, þá hefur Fjórflokkurinn tekist á um hversu hratt eigi að auka skuldir og fara í framkvæmdir sem ekki er fjárhagslegt bolmagn fyrir. Í stað þess að ræða leiðir til úrbóta er þröng staða fegruð. Reikningar sveitarfélagsins fyrir árið 2009 bera með sér að endar hafi verið nokkuð langt frá því að ná saman, en tapið var um 250 milljónir. Þrátt fyrir mikið tap þá er því haldið fram í sömu reikningum að hrein eign sveitarfélagsins hafi vaxið um 600 milljónir króna. Hvernig má það vera kann einhver að spyrja? Svar sveitarstjórnar Skagafjarðar er að eignir hafi verið endurmetnar hærri en áður hefur verið gert og er það á sama tíma og fasteignir landsmanna hafa fallið um tugi prósenta í verði.
Fyrir íbúa Skagafjarðar skiptir það afar miklu máli að jafnvægi náist sem allra fyrst í rekstri sveitarfélagsins, en fjárhagsleg hagsæld er forsenda fyrir opinberri þjónustu og velferð. Það gefur auga leið að langframandi og aukinn hallarekstur og skuldasöfnun, sem sum stjórnmálaöfl bjóða uppá, er bein ávísun á harkalegan niðurskurð.
Við í Skagafirði höfum orðið vitni að stórækum, tilviljunarkenndum og ósanngjörnum niðurskurði ríkisstjórnar Vg og Samfylkingarinnar sem er bein afleiðing af andvaraleysi og skuldasöfnun þjóðarbúsins. Hér er gott að búa og mikil tækifæri á margvíslegum sviðum til að gera gott betra. Vísasta leiðin til þess að vernda störfin, tryggja uppbyggingu og vernda áframhald á góðri þjónustu er að tryggja fjárhagslegan grunn sveitarfélagsins.
Hrefna Gerður Björnsdóttir
í 2. sæti Frjálslyndra og óháðra í Skagafirði
Sigurjón Þórðarsson
í 1. sæti Frjálslyndra og óháðra í Skagafirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 10:12
Feykir í Skagafirði
Ekki má vanmeta jákvæða fréttamennsku sem sneiðir hjá viðkvæmum málum þar sem hún eflir dug og þor íbúa. Við getum verið ánægð með mjög margt í Skagafirði og mættum að ósekju vera hreyknari og auglýsa betur einstaka kosti svæðisins. Einn þeirra er Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki sem er einstaklega vel í sveit settur til þess að kenna náttúrufræði. Þá kemur upp í huga minn samanburður við minn gamla skóla, Menntaskólann í Reykjavík. Í FNV eru nokkrir metrar í Sauðána, hann er í göngufæri við Áshildarholtsvatn og auðvelt má nálgast fisk og líffæri úr sláturdýrum. Auk þess er hér stutt í sérfræðinga á Náttúrustofunni og Háskólanum á Hólum. Í Reykjavíkinni, eins góð og hún er, eru framangreinda kostir fjær og fjarlægari í alla staði.
Aðsendar greinar eru síðan mjög mikilvægur vettvangur fyrir tjáningarfrelsið og skarpari skoðanaskipti sem ritstjórn Feykis blandar sér hæfilega mikið í. Mér finnst rétt að hrósa ritstjórninni fyrir að gæta þess sérstaklega að jafnræði ríki hjá framboðum til sveitarstjórnar við að koma greinum áleiðis til lesenda blaðsins. Það er óhætt að segja að farið sé vel með fjórða valdið, fjölmiðlavaldið, í aðdraganda kosninga hér í Skagafirði.
Frjálslynd og óháð í Skagafirði hafa sett sér það stefnumið að efla Skagafjörð með nánari samvinnu við góða granna í austri og vestri. Augljóst er að aukin samvinna á ýmsum sviðum, s.s. ferðamennsku, kynningarstarfi og skólamálum, getur aukið ábata og styrkt Norðurland vestra. Hafa ber hugfast að góður staðbundinn fjölmiðill gefur samfélaginu ákveðin sóknarfæri sem rétt er að huga að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 10:17
Frjálslynd og óháð í Skagafirði
- Sigurjón Þórðarson, líffræðingur.
- Hrefna Gerður Björnsdóttir, lögfræðingur.
- Ingvar Björn Ingimundarson, nemi.
- M. Dögg Jónsdóttir, framhaldsskólakennari.
- Oddur Valsson, nemi.
- Guðný Kjartansdóttir, verslunarstjóri.
- Pálmi Sighvatz, bólstrari.
- Jón Ingi Halldórsson bifreiðastjóri.
- Gréta Dröfn Jónsdóttir, húsmóðir.
- Guðbrandur Guðbrandsson, tónlistarkennari.
- Hafdís Elfa Ingimarsdóttir heilbrigðisstarfsmaður.
- Þórður G. Ingvason, athafnamaður.
- Ágústa Sigurbjörg Ingólfsdóttir, húsmóðir.
- Árni Björn Björnsson, veitingamaður.
- Benedikt Sigurðsson, útgefandi.
- Hans Birgir Friðriksson, veiðimaður.
- Hanna Þrúður Þórðardóttir, framkvæmdastjóri.
- Marin Sorinel Lazar, tónlistarkennari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 10:02
Þriðji geirinn í Skagafirði
Vitað er að Sveitarfélagið Skagafjörður situr ekki á digrum peningasjóðum en á hinn bóginn býr Skagafjörður yfir mikilli auðlegð sem felst ekki einungis í náttúruauðlindum og fegurð heldur gífurlegum félagsauði sem hægt væri að virkja í frekara mæli. Í Skagafirði eru margvísleg félagasamtök sem hafa ekki gróðasjónarmið að markmiði heldur að láta gott af sér leiða, s.s. kvenfélög, sjálfboðaliðasamtök, framfarafélög, íþróttafélög og umhverfissamtök svo eitthvað sé nefnt. Framangreind samtök eru oft nefnd þriðji geirinn til aðgreiningar frá einka- og opinberum rekstri. Skagfirðingar hafa verið öflugir og leiðandi í félagsmálum og stofnuðu m.a. fyrsta kvenfélagið að Ási í Hegranesi árið 1869.
Ég tel mikilvægt að ný sveitarstjórn í Skagafirði leiti í auknum mæli eftir samstarfi við frjáls félagasamtök og hlusti eftir því að hvaða verkefnum þau eru tilbúin að vinna. Sveitarstjórn getur beislað ómælda krafta með því að veita uppbyggilegu áhugastarfi brautargengi og stuðning. Ég er sannfærður um að hægt er að lyfta Grettistaki á fjölmörgum sviðum ef framangreint er haft að leiðarljósi og er vænlegri leið en að ætla að stjórna öllum að ofan.
Við ættum að hafa hugfast að í upphafi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ruddu frjáls félagasamtök leiðina í margvíslegum framfaramálum, s.s. kvenfélög, ungmennafélög og kaupfélög.
Núna þegar þjóðin þarf að rífa sig áfram eftir að spillt samkrull ráðandi stjórnmálaafla og fjárglæframanna hefur valdið þjóðinni tjóni og álitshnekki er rétt að leita í mann- og félagsauð til þess að efla samfélagið. Frjálslyndir og óháðir í Skagafirði munu leggja sérstaka áherslu á það á komandi kjörtímabili að efla tengsl og stuðning við þriðja geirann í Skagafirði og freista þess að leysa úr læðingi mikinn kraft, þor og bjartsýni.
Sigurjón Þórðarson
í 1. sæti Frjálslyndra og óháðra í Skagafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)